Úr eftirmælum um Geir biskup

From ReykjaWiki
Jump to navigation Jump to search

Öllum, sem þekktu til hlítar vorn nú hásæla biskup, mun koma saman um, að honum hafi veitt verið eitthvert hið mesta líkams og sálar atgervi og að torvelt sé um að dæma, hvort náttúran hafi lagt sig meira til, þegar myndaði hans líkama, eður þá hún valdi þann anda, er hann skyldi lífga. Hann var vel vaxinn, hafði hæð eptir þrekleik og allir líkamans limir í snotrustu innbyrðis samhljóðan. Kraptar líkamans voru framúrskarandi, fríðleiki andlitsins fór eptir öðru. Ekki þurfti annað en sjá hans andlit til að fá ástarþokka til hans. Sá friður, gleði og sinnisblíða, sem innra bjó, afmálaðist á hans svip og inntók manna hjörtu.

(Jón Halldórsson 1911–1915, 259.)