Amtmannsstígur 2b
Jump to navigation
Jump to search
Árið 1901 reisti C. Frederiksen bakari brauðgerðar- og íbúðarhús á þessari lóð. Fyrirtæki hans var nefnt Félags- bakaríið. Bæði hús hans brunnu seint á árinu 1905.
Þá eignaðist KFUM lóðina að hluta árið 1906 en félagið hafði áður átt Melstedshúsið. Félagið lét reisa á grunni brauðgerðarhússins tvílyft timburhús fyrir starfsemi sína. Var húsið fullgert 1907. Á árinu 1937 var það stækkað verulega og breytt á ýmsan veg. Húsið skemmdist mikið í eldsvoða árið 1946 en var endurreist og þar er enn aðalbækistöð KFUM og KFUK.
Séra Friðrik Friðriksson, leiðtogi KFUM, (Bernhöftstorfa) bjó um alllangt skeið í þessu húsi.
| ← Amtmannsstígur 2a | Aragata → |