Sigurður málari

From ReykjaWiki
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Guðmundsson málari. Sjálfsmynd

Vakningarstarf hans, því svo má sannarlega nefna það, var snúið saman úr mörgum þáttum, sem lágu þó allir í eina átt, hvort sem hann barðist fyrir endurnýjun kvenbúningsins, teiknaði fyrir silfursmíð og útsaum, barðist fyrir því að koma upp minnisvarða um Ingólf Arnarson á Arnarhóli, rannsakaði sögustaði á Þingvöllum eða safnaði fornminjum. Í öllu þessu og ótal fleiru var Sigurður málari brautryðjandi, kallaður maður, þótt það mesta sem eftir hann stendur sé forgangan um stofnun þjóðminjasafns á Íslandi.

Ár eftir ár sat hann á dómkirkjuloftinu, raðaði gripum, skráði og skrifaði, og þótt hann kviði því hvert haust 'að sitja veturinn í kulda og, ef til vill, ljóslaus,' dró aldrei niður í þeim lampa er lýsti aftur í söguöldina og bar skin fram í ókominn tíma.

(Björn Th. Björnsson 1964, 44)


Aðalstræti 18