Skáld deyr
Jump to navigation
Jump to search
Sigurður Breiðfjörð bendir konu sinni að koma nær. Kristín Illugadóttir rís á fætur og gengur að fleti bónda síns og lýtur yfir hann. Skáldið biður um ritföng. Svo fátækur varð Sigurður Breiðfjörð aldrei, að ekki fyndist blað og blek í vistarveru hans. Skjálfandi hendi skrifar hann svanasöng sinn:
Sál mín, þú líkjast svani skalt þeim hvíta,
er syngjandi að dauðans porti fer,
og hröð þér upp til himins ljósa flýta,
hvar þúsund fegri söngvar mæta þér.
Hann hallar sér aftur á beðinn og veinar, kvartar um sting í hjartanu, að stundu liðinni er hann örendur. Þá var miður morgunn hins 21. dags júlímánaðar 1846. (Sverrir Kristjánsson)[1]
References[edit | edit source]
- ↑ Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson: Í veraldarvolki. Íslenskir örlagaþættir. Reykjavík, Forni, 1966, 147-148.
| ← Aðalstræti 8 |