Uppsetning

From ReykjaWiki
Jump to navigation Jump to search

Í aðalatriðum fylgja Wiki síðurnar köflunum í bókinni. Til að undirstrika það eru örvar neðst á flestum síðum sem vísa á kaflann á undan og á eftir. Þetta er ekki venjuleg Wiki uppsetning, en endurspeglar skipulag eftir götuheitum og húsnúmerum.

Sums staðar eru innskotsgreinar í bókinni (á gulum bakgrunni) sem eiga við persónur eða atburði sem vikið er að á þeirri síðu. Það er vísað á þær með venjulegum hætti (með link) en neðst á þeim er síðum er ör til baka sem vísar á síðuna þar sem innskotsgreinina er að finna. Þetta er ekki venjuleg Wiki uppsetning, en endurspeglar það að innskotsgreinin á heima á tiltekinni síðu.

Á stöku stað hefur textinn verið uppfærður vegna þess að hlutirnir hafa breyst síðan bókin kom út. Það sem hefur verið fellt út er yfirstrikað, en viðbætur eru í hornklofum. Þetta er ekki nein ítarleg endurskoðun -- sem væri þarft að gera -- heldur sýnishorn af uppkasti. Væntanlega yrðu yfirstrikanirnar felldar burt þegar ReykjaWiki færi í loftið.

Myndir úr bókinni eru ekki hér, en nokkrar myndir fylgja samt sem sýnishorn. Höfundarréttur þeirra hefur ekki verið kannaður en höfunda er þó getið. Það væri líka hægt að geta höfunda þeirra í heimildalista hverrar wiki-síðu.

Loks hefur mér dottið í hug að tengja sums staðar við Wikipeda, til dæmis í færslunni Kirkjugarðurinn við Aðalstræti