Aðalstræti 2
Fyrsta verslunarhús í Reykjavík var reist á horni Aðalstrætis á horni Aðalstrætis og Vesturgötu (Sunchenbergshús). Þetta var konungsverslunin sem rekin hafði verið í Örfirisey en flutt til Reykjavíkur árið 1780. Verslunarstjórinn hét J.C. Sunchenberg. Eftir afnám einokunar keypti hann verslunina árið 1788 og rak hana um alllangt skeið. Varð Sunchenberg þar með fyrstur kaupmaður í Reykjavík (einnig Hlíðarhús).
Á þessum stað hefur verslun verið rekin alla tíð síðan. Um 1855 var gamla verslunarhúsið rifið og í staðinn reist það hús sem enn stendur. Þar og í næstu húsum voru aðalbækistöðvar Fischersverslunar sem var ein helsta verslun í Reykjavík á 19. öld ofanverðri, kennd við W. Fischer kaupmann (Fischerssund).
Eftir aldamótin keypti fyrirtækið H.P. Duus Fischersverslun og hafði það allmikil umsvif um skeið en varð gjaldþrota 1927. Þá hófst rekstur Ingólfs Apóteks í þessu húsi og var apótekið starfrækt þar alllengi, en var þá flutt í Aðalstræti 4 (Fischerssundi) og þaðan í Hafnarstræti. þar sem það er nú.
Eftir að apótekið fluttist brott kom í Veiðarfæraverslunin staðinn Geysir, sem lengi hafði verið í Hafnarstræti 1 og 3, og hefur húsið verið tengt einu af húsum Duus-verslunar þar fyrir ofan, Vesturgötu 1. Í þessum sambyggðu húsum hafa meðal annars verið veitingahús og skrifstofur
Á horninu við Sunchenbergsverslun lét Frydensberg, fyrsti bæjarfógeti í Reykjavík, setja upp gapastokk sem stóð þar á árunum 1804–1808 að því er best er vitað, líklega sá síðasti á Íslandi þótt ekki verði það fullyrt. Fyrsti viðskiptavinurinn hét Ólafur Jónsson (Tjarnargata 8).
þaðan í Hafnarstræti 5 þar sem það er nú.
← Aðalstræti | Aðalstræti 4 → |