Akurey

From ReykjaWiki
Jump to navigation Jump to search

er yst eyja í Kollafirði. Þar hefur aldrei verið byggð svo kunnugt sé. Um eignarrétt á Akurey fyrstu aldirnar verður ekkert fullyrt en árið 1379 átti Víkurkirkja þar 'landsælding', þ.e. akurland. Lengi mun eyjan hafa tilheyrt Nesi við Seltjörn og málaferli urðu um 1782 milli eiganda Ness og Skúla Magnússonar fyrir hönd Reykjavíkurkirkju um rétt yfir eyjunni og höfðu hinir fyrrnefndu betur.

Mikið æðarvarp var í Akurey og út frá henni voru helstu grásleppumið þeirra sem bjuggu á Seltjarnarnesi norðan megin. Af fuglaveiðum við Reykjavík kvað mest að kofutekju í Akurey.

Árið 1854 var sett upp sjómerki á Akureyjarrifi, líklega hið fyrsta sem upp var sett í nágrenni Reykjavíkur.

Snemma á þessari öld hafði Haraldur Sigurðsson, fyrsti forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, þar kanínurækt.

Frá vori 1978 telst Akurey innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur en tilheyrði áður fyrr Seltjarnarneshreppi. Árið 1969 festi Reykjavíkurborg kaup á eynni.

Aðalstræti 18 Alþingishúsið